Call us  Hafa samband (+354) 777-9965

Þúfubarð 9 220 Hafnarfjörður

Um THS Ráðgjöf

Eigandi THS Ráðgjöf er ÞórÞórey 13x18ey S Þórisdóttir alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur. Þórey er með Bs gráðu frá Háskóla Íslands í viðskiptafræði, MSc gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og diplómagráðu í Góðir stjórnhættir- viðurkenndir stjórnarmenn, frá sama skóla. Þórey er með mikla reynslu af sérvörumarkaðnum, starfaði sem stjórnandi á árunum 1994 – 2006 hjá sérleyfisverslunum Monsoon og Topshop og versluninni Útilíf. Hún starfaði sem verktaki í útlitshönnun frá 2006-2009 hjá versluninni Útilíf, stofnaði netverslunina disir.is árið 2010 og rak hana fram á mitt ár 2014.

Þórey er viðurkenndur stjórnarmaður. Hún situr í stjórn Neytendasamtakanna, GH Grétarsson ehf, er ritari í Viðskiptanefnd hjá FKA og situr i barna- og unglingaráði hjá knattspyrnufélaginu Haukar í Hafnarfirði.

 

Sendu Þóreyju póst á thorey@thsradgjof.is