Call us  Hafa samband (+354) 777-9965

Þúfubarð 9 220 Hafnarfjörður

Mikilvægi góðrar ímyndar

Að skapa góða ímynd ætti einnig að vera hluti af markaðsáætlunum. Ef ímyndin er ekki góð eða hefur laskast á einhvern hátt, hvort sé vegna hruns í atvinnugreininni eða vegna þess að viðskiptalífið hefur hlotið einhverja hnekki, þýðir ekki að hlaupa upp til handa og fóta til að bjarga henni. Mun mikilvægara er að skoða, áður en rokið er af stað, hvað það er sem mótar og skapar hana og hvort þeir þættir séu mælanlegir (Kotler, Haider, og Rein, 1993).

Íslensk fyrirtæki þurfa að huga betur að ímynd sinni, styrkja hana og efla, og stjórnendur þurfa að vita hvaða ímynd viðskiptavinir þeirra hafi á fyrirtækinu því góð ímynd er miklu meira en viðhorf. Hún er hluti af upplifun einstaklingsins, hugmynd hans eða þekkingu og viðhorfi, til þess fyrirtækis eða lands sem verið er að skoða hverju sinni (Kotler, Haider, og Rein, 1993).

 Heimildir.

Collis, D. J. og Rukstad, M. G. (2008). Can You Say What Your Strategy Is? Harvard Business Review, 86(3), 28-37.

Grönroos, C. (2006). On defining marketing: finding new roadmap for marketing. Marketing Theory, 6(4), 395-417. Sótt 05.09.2013 af doi:10.1177/1470593106069930

Kotler, P., Haider, D. H., og Rein, I. J. (1993). Marketing Places: Attracting Investment, Industry, and Tourism to Cities, States, and Nations. New York: Free Press.

.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *