Call us  Hafa samband (+354) 777-9965

Þúfubarð 9 220 Hafnarfjörður

Mun lækkun tolla skila sér í aukinni sölu á Íslenskum markaði.

Nú stendur yfir að afnema tolla af fatnaði samkvæmt fréttum frá Samtökum verslunar og þjónustu. Það má velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé að reyna að koma á móts við verslunareigendur vegna samdráttar í sölu fatnaðar á milli ára og þess að jólasalan í desember síðastliðinn var minni en spár gerðu ráð fyrir, eða til að mæta þeirri staðreynd að Íslendingar eru að versla í stórum stíl erlendis og hjá erlendum netverslunum.

En eru það eingöngu háir tollar sem stýra því að sala fatnaðar hefur dregist saman? Getur verið að hegðun neytenda á íslenskum markaði sé að breytast og að þeir séu farnir að gera meiri kröfur?

Rannsóknarsetur verslunarinnar gaf út skýrslu árið 2014 fyrir árið 2013 þar sem áætlað er að Íslendingar hafi eytt um 3,5 milljörðum króna árið 2013 á erlendum netsíðum, og þá aðallega í fatnað, bækur og raftæki. Einnig að Íslendingar hafi eytt svipaðri upphæð hjá íslenskum netverslunum. Í skýrslunni kemur fram að íslenskar netverslanir hafi í auknum mæli opnað hefðbundnar verslanir til að mæta kröfum viðskiptavina sinna. Ég rak netverslun á árunum 2010 -2014 með góðum árangri og þekki það vel að fólk vildi koma og skoða vörur sem seldar voru á síðunni, en það voru færri en fleiri. Ég tel það því kannski vera aðal málið þegar kemur að kaupákvörðun Íslenskra neytenda á netinu, en það verður áhugavert að fylgjast með skýrslu fyrir árið 2014 til samanburðar. Aðallega til að átta sig betur á, hvort um aukningu eða samdrátt sé um að ræða á milli ára, eða hvað það er sem skiptir máli hjá neytendum þegar kemur að kaupum á vörum eða þjónustu á Íslenskum netsíðum.

En hvað veldur því að Íslendingar sækja meira í að versla erlendis og á erlendum netsíðum? Eru það eingöngu ódýrari vörur eða auðvelt aðgengi að verslununum á netinu? Er það verð sem skiptir máli, eða getur vöruúrval haft þar áhrif? Þetta eru spurningar sem sem þarf að velta oftar upp en gert er. Treysta íslenskir neytendur erlendum netsíðum frekar en þeim íslensku og hvaða þættir stýra kauphegðun þeirra þegar þeir ferðast út fyrir landið.

Eru verslunareigendur að gera reglulegar þjónustukannanir, eru þeir að spyrja viðskiptavini sína hvað þeim finnst, og hvers þeir óska?

Ég er ekki viss en myndi segja líklegast ekki, nema þá að litlu leyti. Það er mikilvægt að framkvæma markaðsrannsóknir reglulega til að komast því hvers viðskiptavinir og markhópurinn óskar. En hvað er til ráða til að ná versluninni aftur heim?

Erlendar rannsóknir sýna að áreiðanleiki, trúverðugleiki, traust, gott orðspor, ímynd og jákvætt viðhorf skiptir máli hjá neytendum þegar þeir eru að kaupa vörur og þjónustu.

Þess vegna er mikilvægt að framkvæma markaðsrannsókn til að skoða hvaða þættir Íslenskir neytendur horfa í þegar þeir taka ákvarðanir og kaup hvort sem er á netinu eða í hefðbundinni verslun.

Heimildir

Árni Sverrir Hafsteinsson. (2014). Árbók verslunarinnar 2014 Hagtölur um íslenska verslun. (E. B. Karlsson, Ed.) Rannsóknasetur verslunarinnar og Kaupmanasamtök Íslands .

Margrét Sanders og Andrés Magnússon. (2015). svth.is. Retrieved from http://www.svth.is/content/view/1899/132/: www.svth.is

Pálmar Þorsteinsson og Karlsson, E. B. (2014). Jólaverslun 2014 og jólagjöfin í ár. Rannsóknarsetri verslunarinnar .

Stefán Kalmansson og Emil B Karlsson. (2015). Íslensk netverslun Greining á stöðu og framtíðarhorfur. Rannsóknarsetur verslunarinar og Háskólinn á Bifraust .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *