Call us  Hafa samband (+354) 777-9965

Þúfubarð 9 220 Hafnarfjörður

Um okkur

Það getur verið erfitt bæði fyrir frumkvöðla og  fyrirtækjaeigendur að sinna rekstri, stefnumótun, markaðssetningu og að finna rétta markhópinn. Einnig að finna tíma sem þarf til að sinna öllu þessu.

Spurningar geta vaknað  eins og hvað á að gera ef salan er á niðurleið? er rétt áhersla  á CRM (viðskiptavinatengsl) eða á þjónustustjórnunina?  Fyrir verslanir gæti vandinn jafnvel legið í útstillingum, þá þarf að spyrja sig hvort allar vörur séu á réttum stað og hvort þjónustan sé í lagi?

Réttu leiðirnar liggja ekki alltaf ljósar fyrir sérstaklega í byrjun og því verið erfitt að finna þá réttu.  Hvernig er þá best að byrja og hvernig?

Þar get ég komið inn og hjálpað við að koma rekstrinum á næsta stig.

Með því að innleiða og hanna markaðsáætlun, söluáætlun fyrir markhópinn og aðstoðað við að gera þá að tryggum viðskiptavinum. Það er margt sem hægt að gera en mikilvægt að nota réttu markaðstæki og tól þegar kemur að því að auka sölu og skapa virði fyrir viðskiptavini.

Mér finnst mikilvægt að fylgjast vel með hvað fræðasviðið er að rannsaka hverju sinni sem og að fylgjast með reynslu annarra og hef tamið mér að var vel inn í nýjustu rannsóknum til að geta boðið upp á góða og faglega þjónustu.

Ég hef mjög góða reynslu í rekstrarumhverfi fyrirtækja og félagasamtaka, í greiningu í ytri og innra umhverfi þeirra og áhrif þess á hvað markaðssetningu varðar.  Þá hef ég góðan bakgrunn sem leiðandi stjórnandi, 15 ára reynslu sem millistjórnandi í verslunum, í starfsmannaþjálfunum og nú sem  framkvæmdastjóri.

Ef þig vantar ráðgjöf með reksturinn, aðstoð með áætlanir, stefnu- eða markaðsstefnumótun þá er ég opin fyrir nýjum tækifærum og áskorunum.

Ekki hika við að hafa samband. Hægt er að  senda tölvupóst á thorey@thsradgjof.is eða að hringja í síma +3547779965
Vefsíða: www.thsradgjof.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *