Call us  Hafa samband (+354) 777-9965

Þúfubarð 9 220 Hafnarfjörður

Ráðgjöf

Við aðstoðum fyrirtæki við að gera markaðsplan, markaðsáætlun, aðgerðaráætlun hvort sem það er fyrir ákveðin tímabundin verkefni eða fyrir allt árið, starfsmannaáætlun, tímaáætlun, ásamt launa og kostnaðaráætlun. Við aðstoðum einnig fyrirtæki við að greina markhópinn, setja markmið og reynum að finna út hvað það sem markhópurinn leitar eftir og leggjum drög að áætlun sem listar upp hvar, hvernig, hvenær, hversvegna og af hverju.

  • Hver: Hverjir tengjast okkur?
  • Hvert: Hverju viljum við áorka?
  • Hvar: Á hvaða markaði?
  • Hvenær: Hver eru tímamörkin?
  • Hvað: Skilgreina þarfir og hömlur
  • Hvers vegna: Skilgreina tilgang, ástæðu og ávinning, til að ná markmiðinu.

Góð markaðsáætlun þróar skýra sýn á markaðinn ásamt kostaðar- og aðgerðaáætlun sem þarf að svara spurningum,hver á að framkvæma hvað og hvenær.

Markhópa- og þarfagreiningar

Getum við aðstoðað þig við að skilgreina markhópinn ? Eitt það mikilvægasta í góðu markaðsstarfi er að skilgreina markhópinn, þarfir hans og væntingar. Að tala skýrt við réttan markhóp má hámarka nýtingu þess fjármagns sem lagt er til, í markaðsstarfið.

Hvað með samfélagsmiðla

Hvar er þinn markhópur, er hann á samfélagsmiðlum og hvernig er best að ná til þeirra? Við aðstoðum þig við val á samfélagsmiðlum sem fyrirtækið ætti að sækja á út frá markhópa- og þarfagreiningu og stefnumótun fyrirtækisins.

Starfsmannaáætlun

Mikilvægt er að halda vel utan um starfsmenn fyrirtækisins, huga þarf að þjálfun þeirra, umbun og hvatningu. Við getum aðstoðað þig við að gera góða áætlun sem tekur á þessum þáttum ásamt því að gera góða launa og kostnaðaráætlun hvort sem er fyrir stutt eða löng tímabil.

Heima eða að heiman

​​Þekking okkar takmarkast ekki eingöngu við innanlandsmarkað og leitumst við að aðstoða þig ef þig langar að fara út fyrir heimamarkaðinn.